Saga Þórsnesinga,
Eyrbyggja og Álftfirðinga

Eyrbyggjusögufélagið
Stofnað í Helgafellssveit 2021

Stór og mikill titill þeirrar Íslendingasögu sem gengur undir nafninu Eyrbyggja saga. Sagan gerist á Snæfellsnesi og er héraðssaga svæðisins.

Eyrbyggjasögufélagið var stofnað í Helgafellssveit á Snæfellsnesi árið 2021 í þeim tilgangi að vinna að miðlun sögunnar til áhugasamra.

Sagan
Viðburðir
Söguslóðir
Eyrbyggjurefill
Félagið

Eyrbyggjurefill

Eyrbyggjusögufélagið hefur fengið Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur til að teikna myndrefil byggðan á Sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga. Hönnun er komin vel á veg og er stefnt að því að hefja saumaskap í ársbyrjun 2025.

Nánari upplýsingar er að finna á
Facebook síðu refilsins

Alls starfa sjö kvenfélög á Snæfellsnesi og þau munu halda utan um saumaskapinn.

Eyrbyggjusaga er til í upplestri nokkurra lesara. Lestur Helga Hjörvar, frá Drápuhlíð í Helgafellssveit, árið 1961 hefur verið gerður aðgengilegur hjá Ríkisútvarpinu að beiðni Eyrbyggjusögufélagsins.

🎧 Eyrbyggja á Sarpi RÚV

Lesa má Eyrbyggja sögu á netinu hjá Snerpu útgáfu.

Úrdráttur úr sögunni gerður af Hörpu Hreinsdóttur er gagnlegur þegar sagan er lesin eða hlustað er á hana.

Leshringur Eyrbyggju hittist hálfmánaðarlega til skrafs og ráðagerða á Hraunhálsi í Helgafellssveit.

Ættartengsl í Eyrbyggju geta verið flókin en til að glöggva sig betur á því hefur Ólafur K. Ólafsson tekið saman gott yfirlit.

Frá stofnun Eyrbyggjusögufélagsins hefur verið bryddað upp á göngur á söguslóðir Eyrbyggjusögu á Snæfellsnesi.

Berserkjagata, Helgafell og Álftafjörður eru aðeins nokkrir þeirra staða sem kannaðir hafa verið með áhugasömu göngufólki.

Sumarið 2024 er enn lagt upp í göngur og verður það kynnt á Facebook síðu félagsins.

Örnefni Eyrbyggju má finna á vef Íslenska sögukortsins, sem hlotið hefur stuðning frá Miðaldastofu/Háskóli Íslands, Rannís, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, The British Academy og Emily Lethbridge á veg og vanda af ásamt fleirum.

Iceland Saga Map

Eyrbyggjusögufélagið var stofnað árið 2021 í Helgafellssveit. Tilgangur félagsins er að miðla sögunni sem er héraðssaga Snæfellsness á sem fjölbreyttastan máta.

Stjórn félagsins skipa: Jóhannes Eyberg Ragnarsson formaður, Guðrún Hauksdóttir gjaldkeri, Anna Melsteð ritari og verkefnastjóri og Guðlaug Sigurðardóttir meðstjórnandi.

Öllum er velkomið að ganga í félagið og með því að senda póst á eyrbyggja@eyrbyggja.is verður viðkomandi skráður í það, árgjald var ákveðið á aðalfundi 2024 kr. 10.000

Helstu tíðindi í starfsemi félagsins eru send á áskrifefndur á póstlista. Hér má skrá sig á póstlista félagsins.

Eytbyggjusögufélagið þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðning við starfsemi félagsins:

  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Uppbyggingarsjóður
  • Helgafellssveit
  • Stykkishólmsbær
  • Sveitarfélagið Stykkishólmur
  • Eyja- og Miklaholtshreppur
  • Norræna félagið – Stykkishólmsdeild
  • Snæfellsbær
  • Grundarfjarðarbær
  • Ónafngreindir bakhjarlar fá einnig þakkir fyrir stuðninginn.

Ull er gull

Ull í Eyrbyggjusögurefil kemur af öllu Snæfellsnesi. Sauðfjárbændur á svæðinu tóku vel í það leggja til ull í verkefnið og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

  • Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson, Hraunhálsi
  • Sigurbjörg Ottesen og Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli
  • Ragnhildur Sigurðardóttir og Gísli Bjarkarson, Álftavatni
  • Guðný Jakobsdóttir og Guðjón Jóhannesson, Syðri-Knarrartungu
  • Harpa Jónsdóttir og Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli
  • Guðrún Reynisdóttir, Gríshóli
  • Anna Melsteð og Sigurður Bjarnason, Stykkishólmi
  • Þórarinn Sighvatsson og Helga Harðardóttir, Skildi
  • Ólafur Tryggvason og Unnur Guðbjartsdóttir, Grundarfirði
  • Herdís Leifsdóttir og Emil Emilsson, Mávahlíð
  • Sigurður Kjartan Gylfason, Tungu
  • Lárus Hallfreðsson og Guðrún Hauksdóttir, Ögri
  • Ólafur Ólafsson og Laufey Kristmundsdóttir, Ólafsvík
  • Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigurðardóttir, Bjarnarhöfn
  • Guðmundur Ólafsson og Þuríður Ragnarsdóttir, Ólafsvík
  • Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, Stakkhamri.