Saga Þórsnesinga,
Eyrbyggja og Álftfirðinga
Eyrbyggjusögufélagið
Stofnað í Helgafellssveit 2021
Stór og mikill titill þeirrar Íslendingasögu sem gengur undir nafninu Eyrbyggja saga. Sagan gerist á Snæfellsnesi og er héraðssaga svæðisins.
Eyrbyggjasögufélagið var stofnað í Helgafellssveit á Snæfellsnesi árið 2021 í þeim tilgangi að vinna að miðlun sögunnar til áhugasamra.
Sagan
Viðburðir
Söguslóðir
Eyrbyggjurefill
Félagið
Eyrbyggjurefill
Eyrbyggjusögufélagið hefur fengið Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur til að teikna myndrefil byggðan á Sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga. Hönnun er komin vel á veg og er stefnt að því að hefja saumaskap í ársbyrjun 2025.
Nánari upplýsingar er að finna á
Facebook síðu refilsins
Alls starfa sjö kvenfélög á Snæfellsnesi og þau munu halda utan um saumaskapinn.
Eyrbyggjusaga er til í upplestri nokkurra lesara. Lestur Helga Hjörvar, frá Drápuhlíð í Helgafellssveit, árið 1961 hefur verið gerður aðgengilegur hjá Ríkisútvarpinu að beiðni Eyrbyggjusögufélagsins.
🎧 Eyrbyggja á Sarpi RÚV
Lesa má Eyrbyggja sögu á netinu hjá Snerpu útgáfu.
Úrdráttur úr sögunni gerður af Hörpu Hreinsdóttur er gagnlegur þegar sagan er lesin eða hlustað er á hana.
Leshringur Eyrbyggju hittist hálfmánaðarlega til skrafs og ráðagerða á Hraunhálsi í Helgafellssveit.
Ættartengsl í Eyrbyggju geta verið flókin en til að glöggva sig betur á því hefur Ólafur K. Ólafsson tekið saman gott yfirlit.